Þýðendaþjónusta

Þýðendaskrá Alþjóðaseturs telur hátt í 70 einstaklinga sem þýða almenna- og/eða sértæka texta á milli rúmlega 40 ólíkra tungumála og íslensku.

Fjölmargir löggiltir skjalþýðendur prýða einnig þýðendaskrá Alþjóðaseturs sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á löggiltar skjalþýðingar af öllum opinberum tungumálum Evrópu, ýmist yfir á ensku eða íslensku

Að kaupa þýðendaþjónustu:  Sendu okkur textann sem á að þýða á verk@asetur.is og við gefum þér fast verðtilboð í verkið.

Leiðbeiningar fyrir kaupendur þýðinga:
Í tilefni 10 ára afmælis Bandalags þýðenda og túlka, gaf bandalagið út bæklinginn "
Þýðingar - góðar og gildar" í samvinnu við systurfélögin American Translators Association (ata), Bundesverband der Dolmetscher und Ubersetzer (BDU), Institute of Translation & Interpreting (ITI) og Syndicat national des traducteurs professionels.

Gauti Kristmannsson þýddi bæklinginn en í honum má kynna sér ýmsan fróðleik um eðli þýðendaþjónustu hérlendis jafnt og utan.