Almennar þýðingar

Almennar þýðingar teljast vera allar þýðingar texta af einu tungumáli yfir á annað þar sem innihald textans krefst engrar sérstakar rannsóknarvinnu af hálfu þýðandans.
Í flestum tilvikum er nokkuð ljóst hvort um almenna þýðingu sé að ræða en Alþjóðasetur áskilur sér rétt til þess að meta gerð frumtextans hverju sinni.

Við þýðingar á almennum texta nýtir Alþjóðasetur meðal annars tungumálakunnáttu samfélagstúlka sinna sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á mjög fjölbreytt úrval tungumála. Þá kappkostar Alþjóðasetur að útdeila þýðingaverkefnum til þýðenda sem tala markmál textans að móðumáli til þess að tryggja hæstu gæði þjónustunnar.

Alþjóðasetur býður upp á þýðendaþjónustu á almennum textum á milli íslensku og eftirfarandi tungumála*:

о Albanska  о Amharíska  о Arabíska  о Azerbadjíska  о Bikol  о Bisaya  о Búlgarska  о Cebuano  о Danska  о Eistneska  о Enska  о Finnska  о Franska

о Færeyska  о Gríska  о Hollenska  о Indónesíska  о Ítalska  о Japanska  о Kínverska  о Króatíska  о Kúrdíska  о Lettneska  о Litháíska  о Makedónska

о Malaysíska  о Masbatenyo  о Mongólska  о Nepalska  о Norska  о Pólska  о Portúgalska  о Rúmenska  о Rússneska  о Serbneska  о Slóvakíska  о Spænska 

о Sænska  о Tagalog  о Tamil  о Tékkneska  о Tyrkneska  о Tælenska  о Tævanska  о Úkraínska  о Ungverska  о Víetnamska  о Waray  о Þýska.

*Framboð getur verið breytilegt.