Löggiltar skjalþýðingar

Löggiltar skjalþýðingar teljast vera allar þýðingar sértæks eða almenns texta af einu tungumáli yfir á annað þar sem löggiltur þýðandi vottar þýðinguna með undirritun sinni og stimpli með þeim hætti að hún teljist jafngild frumskjalinu.

Oftast er um að ræða skjöl gefin út af hinu opinbera svo sem fæðingar-, hjúskapar- og sakavottorð, en Þjóðskrá Íslands gerir kröfu um slíka pappíra þegar einstaklingar sækja um kennitölu og/eða ríkisborgararétt. Þá tekur Þjóðskrá Íslands aðeins við skjölum á íslensku, ensku eða norðurlandamálunum.

Fjölmargir löggiltir skjalþýðendur prýða þýðendaskrá Alþjóðaseturs sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á löggiltar skjalþýðingar af öllum opinberum tungumálum Evrópu, ýmist yfir á ensku eða íslensku.