Skilgreining á þýðendaþjónustu

Þýðendaþjónusta á Íslandi skiptist í þrjá flokka: Almennar þýðingar, sértækar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar.

  1. Almennar þýðingar: teljast vera allar þýðingar almenns ritaðs texta af einu tungumáli yfir á annað, aðrar en sértækar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Þá skilar þýðandi kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni.
  2. Sértækar þýðingar: Teljast vera allar þýðingar sértæks ritaðs texta úr frumtexta af einu tungumáli yfir á annað, aðrar en löggiltar skjalaþýðingar. Með sértækum texta er átt við texta sem inniheldur orðaforða sem telst utan almennrar málþekkingar. Má þar sem dæmi nefna flókinn tæknilegan texta og sambærilegt. Einnig má flokka hér undir texta sem breyta eða endursemja þarf í þýðingu að ósk kaupanda.
  3. Löggiltar skjalaþýðingar: teljast vera allar þýðingar sértæks eða almenns ritaðs texta af einu tungumáli yfir á annað þar sem þýðandi vottar með undirritun sinni og stimpli og skal þannig jafngildur frumskjali. Slíka vottun getur aðeins löggiltur skjalaþýðandi veitt.  Oftast er þá um að ræða skjöl gefin út af opinberum aðilum svo sem vegabréf, fæðingarvottorð, hjúskaparvottorð o.s.frv.